Fjögur fyrirtæki í hinsegin vottunarferli og vonir bundnar við fleiri

Samtökin 78 vinna nú þegar með fjórum fyrirtækjum að vottun þeirra sem hinsegin vinnustaðir. Framkvæmdastjóri samtakanna segir óskandi að vottunin, sem felur í sér rýni í allar stefnur, ráðningaferli og útgefið efni með hinsegin gleraugum, verði umtalsverð tekjulind þegar fram í sækir en fyrir stærri fyrirtæki nemur kostnaðurinn milljónum króna.