Gísli Þorgeir sneri aftur þegar Magdeburg tryggði sér Meistaradeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 18:55 Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri nokkuð óvænt aftur á völlinn með Magdeburg þegar liðið vann öruggan sigur á Stuttgart á heimavelli í dag. Magdeburg eygir enn von um þýska titilinn. Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað. Þýski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað.
Þýski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik