„Fýsilegasti kosturinn“ að Kvika selji TM til Íslandsbanka
![Markaðsvirði Kviku á markaði er nú um 81 milljarður króna sem er undir upplausnarvirði að sögn greinandans.](https://www.visir.is/i/673C85784716732C8BE76218AE524BF743C3188CB3D227B157A37E6948194811_713x0.jpg)
Jakobsson Capital telur líklegt að samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku ljúki þannig að tryggingafélagið TM og Kvika eignastýring, sem greiningarfyrirtækið verðmetur á samtals 57 milljarða króna, verði seld til Íslandsbanka. Á meðan markaðsvirði Kviku er svona lágt þykir greinandanum sala eigna fýsilegasti kosturinn í stöðunni en eftir stæði mjög arðsamt lánasafn.