Lífið samstarf

Bylgju­lestin mætir í blóma­bæinn

Bylgjulestin
Bylgjubíllinn verður staðsettur við Crossfit Hengil íþróttahúsið í Hveragerði á morgun laugardag.
Bylgjubíllinn verður staðsettur við Crossfit Hengil íþróttahúsið í Hveragerði á morgun laugardag.

Bylgjulestin verður í Hveragerði á laugardag þar sem Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram.

Þau Svali, Vala Eiríks og Erna Hrönn verða í beinni útsendingu á Bylgjunni milli kl. 12 og 16 og ræða við hlustendur og heimafólk og er óhætt að lofa miklu fjöri eins og alltaf þar sem Bylgjulestin mætir.

Bylgjubíllinn verður staðsettur Crossfit Hengil íþróttahúsið með nokkrum af bestu matarvögnum Íslands frá Götubitanum en á morgun verður hægt að gæða sér á úrvals veitingum frá 2Guys, Pop Up Pizza og Dons Donuts.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone og Nettó.

Bylgjulestin mun ferðast vítt og breitt um landið næstu vikurnar.

Bylgjulestin lagði af stað síðustu helgi en fyrsti viðkomustaðurinn var Grindavík þar sem fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti fór fram. Á næstu vikum mun hún ferðast vítt og breitt um landið og stoppa m.a. á Akureyri, í Stykkishólmi, á Húsavík og Akranesi.

Næsta laugardag, 17. júní, mun Bylgjulestin heimsækja Akureyri og má búast við óvenju góðri stemningu en þá verður haldið upp á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga um allt land.

Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.