Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2023 20:31 Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir á Selfossi og Hilda hafa verið mjög duglegar að æfa sig síðustu daga á Selfossi með aðstoð tveggja þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Árborg Hundar Dýr Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Árborg Hundar Dýr Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira