Myndband: Bardagi Mayweather og barnabarns mafíósans Gotti endaði með hópslagsmálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2023 07:01 Það varð allt vitlaust. Getty Images/Skjáskot Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather og John Gotti III mættust í sýningarbardaga um helgina sem fór algjörlega úr böndunum. Gotti III er barnabarn John Joseph Gotti Jr., alræmds mafíósa frá New York í Bandaríkjunum. Mayweather er einn frægasti hnefaleikakappi síðari ára en hann lagði hanskana á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið alla 50 bardaga sína á ferlinum. Síðan þá hefur hann keppt við hina ýmsu bardagakappa og samfélagsmiðlastjörnur í svokölluðum sýningarbardögum. Dómarinn Kenny Bayliss stöðvaði bardagann í sjöttu lotu, Gotti III til mikils ama. Hann vék sér síðan að hinum 46 ára gamla Mayweather og lét höggin dynja. Starfslið beggja óð inn í hringinn og réð Bayliss ekkert við mannskapinn. Talið er að um 60 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum sem náðu alla leið inn í búningsklefa hnefaleikakappanna. Floyd Mayweather and John Gotti III s exhibition fight erupted into a mass brawl after being called off by the referee due to trash-talking and abusive language pic.twitter.com/viQ2ZPj8ap— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) June 12, 2023 Lögregla þurfti að tæma leikvanginn og hótaði að leggja fram ákærur ef fólk myndi ekki koma sér hið snarasta. Eftir bardagann – sem fram fór í FLA Live-leikvanginum í Flórída - birti Mayweather myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að hann fengi svona mikið borgað, því hann biði alltaf upp á sýningu. Hinn 30 ára gamli Gotti III er barnabarn hins alræmda John Joseph Gotti Jr. Sá tók yfir Gambino-glæpafjölskyldunni árið 1985 eftir að hafa skipulagt morðið á þáverandi stjóra fjölskyldunnar, Paul Castellano. Box Bandaríkin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Mayweather er einn frægasti hnefaleikakappi síðari ára en hann lagði hanskana á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið alla 50 bardaga sína á ferlinum. Síðan þá hefur hann keppt við hina ýmsu bardagakappa og samfélagsmiðlastjörnur í svokölluðum sýningarbardögum. Dómarinn Kenny Bayliss stöðvaði bardagann í sjöttu lotu, Gotti III til mikils ama. Hann vék sér síðan að hinum 46 ára gamla Mayweather og lét höggin dynja. Starfslið beggja óð inn í hringinn og réð Bayliss ekkert við mannskapinn. Talið er að um 60 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum sem náðu alla leið inn í búningsklefa hnefaleikakappanna. Floyd Mayweather and John Gotti III s exhibition fight erupted into a mass brawl after being called off by the referee due to trash-talking and abusive language pic.twitter.com/viQ2ZPj8ap— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) June 12, 2023 Lögregla þurfti að tæma leikvanginn og hótaði að leggja fram ákærur ef fólk myndi ekki koma sér hið snarasta. Eftir bardagann – sem fram fór í FLA Live-leikvanginum í Flórída - birti Mayweather myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að hann fengi svona mikið borgað, því hann biði alltaf upp á sýningu. Hinn 30 ára gamli Gotti III er barnabarn hins alræmda John Joseph Gotti Jr. Sá tók yfir Gambino-glæpafjölskyldunni árið 1985 eftir að hafa skipulagt morðið á þáverandi stjóra fjölskyldunnar, Paul Castellano.
Box Bandaríkin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira