Sjáðu mörkin: Dýrðleg Birta, Fanndís skoraði eftir brjóstagjöf og sautján ára nýliði stakk Sif af Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:01 Keflvíkingar fagna mark í góðum sigri sínum gegn Þrótti í Laugardalnum í gær. vísir/Anton FH blandaði sér í baráttuna í efsta hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær með frábærum sigri á Stjörnunni, og Keflavík vann óvæntan sigur í Laugardal þar sem rauða spjaldið fór á loft. Öll mörkin úr áttundu umferð má nú sjá á Vísi. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira