Fyrsti fótbolta skemmtigarður Evrópu opnar í Smáralind Fótboltaland 14. júní 2023 18:00 Fótboltaland opnaði í júní og varð strax mjög vinsælt meðal fólks á öllum aldri. Hér sjást nokkrir hressir krakkar í skallatennis. Fótboltaland í Smáralind, sem opnaði í upphafi júnímánaðar, er fyrsti fótbolta skemmtigarður Evrópu og þótt víðar væri leitað. Eins og nafnið gefur til kynna er fótbolti í fyrirrúmi í skemmtigarðinum en þar má finna afþreyingu fyrir börn og fullorðna sem byggir á þessari vinsælustu íþrótt veraldar. „Það er óhætt að segja að Fótboltaland sé einn glæsilegasti skemmtigarður landsins,“ segir Reynir Gannt Joensen, sem ber þann skemmtilega starfstitil fyrirliði Fótboltalands. „Hér má spreyta sig á um tuttugu ólíkum þrautabrautum sem er skipt í sjö keppnisbrautir, fimm skemmtibrautir, FIFA herbergi með Playstation, foosball borð fyrir átta leikmenn, mini-fótboltavelli, fótboltaborðtennisborð, fótbolta billjard og ýmislegt fleira." Klippa: Fótboltaland opnar í Smáralind „Keppnisbrautir eiga það sameiginlegt að þar reyna gestir að ná sem flestum stigum og sigra þannig fjölskyldumeðlimi og vini. Þar reynir svo sannarlega á hraða, hittni og færni! Á skemmtibrautunum er gleðin meira í fyrirrúmi þótt auðvitað megi líka setja upp keppni þar líka.“ Frá opnun Fótboltalands í júní. F.v. eru Konstantín Mikaelsson, framkvæmdarstjóri Smárabíós ehf, Lilja Ósk Diðriksdóttir, stjórnarkona, Reynir Gannt, fyrirliði Fótboltalands og Hannes Steindórsson, bæjarfulltrúi Kópavogs. Helstu tækninýjungar eru notaðar í Fótboltalandi, m.a. RFID armbönd sem halda utan um stig keppenda og stafrænn fótboltabúnaður frá Elite Skills Arena sem notaður er á æfingasvæðum stærstu knattspyrnufélaga heims Jón Jónsson, tónlistarmaður og fyrrum fótboltamaður, kom fram á opnunarhátíðinni fyrr í þessum mánuði. Enginn sambærilegur skemmtigarður til Fótboltaland er alls ekki bundið við þann hóp sem spilar fótbolta eða hefur áhuga á íþróttinni segir Reynir. „Hér getur fólk á öllum aldri skemmt sér saman, óháð aldri eða getu. Þessa fyrstu daga hef ég til dæmis hitt ótrúlega margt fólk sem hefur lítinn sem engan áhuga á fótbolta en skemmti sér konunglega sem mér finnst ótrúlega gaman að heyra.“ Eftir því sem Reynir veit best er enginn sambærilegur skemmtigarður til í heiminum. „Við byggjum því ekki á neinni fyrirmynd að utan. Auðvitað er til æfingaaðstaða innanhúss víða um heim en enginn skemmtigarður í líkingu við þennan. Það má því segja að við séum brautryðjendur. Sem dæmi þá eru sum tækin hér sérstaklega framleidd fyrir okkur meðan önnur eru notuð sem æfingartæki í stærstu fótboltaklúbbum heims.“ Fótboltaborðtennisborð er krefjandi og skemmtileg íþrótt þar sem reynir á snögg viðbrögð og kvikar hreyfingar. Með stofnun Fótboltalands er ekki eingöngu komið til móts við þarfir knattspyrnuáhugamanna heldur er einnig verið að mæta vaxandi eftirspurn eftir fjörugri skemmtun með hreyfingu sem hentar öllum aldurshópum. „Okkur fannst einfaldlega vera eftirspurn eftir skemmtun fyrir fjölskyldu og vini þar sem hægt er að koma saman, eiga góðar stundir og hvíla símann á meðan.“ Blaðamaður prófaði nokkrar keppnisbrautir og skemmtibrautir í síðustu viku og getur svo sannarlega staðfest að Fótboltaland er frábær afþreying, líka fyrir þau sem hafa lítinn áhuga á fótbolta. „Ég fann hvernig keppnisskapið rauk upp strax á fyrstu braut enda perlaði svitinn fljótt af mér!“ Sumarnámskeið hefjast í júlí Fótboltaland er um leið frábær staður fyrir afmælisveislur, vinahittinga, íþróttahópa, hópefli og ýmis önnur tilefni að sögn Reynis. „Við bjóðum upp á gott úrval veitinga á borð við pizzur, hamborgara, kjúklingavængi og margt fleira gómsætt í samstarfi við Domino´s og Sport og grill auk þess sem við seljum gos, bjór og léttvín. Þar sem Smárabíó á Fótboltaland er því hægur vandi að samnýta svæðið í austurhluta Smáralindar þar sem m.a. má finna leiktækjasal, lasertag og auðvitað Smárabíó.“ Fótboltaland býður upp á um tuttugu ólíkar þrautabrautir. Sumarnámskeiðin hjá Fótboltalandi hefjast í sumar, eða mánudaginn 17. júlí. Námskeiðin eru frábær skemmtun fyrir alla krakka sem hafa áhuga á fótbolta. „Við verðum með námskeið vikulega seinni partinn í júlí og inn í ágúst. Það kæmi mér ekki á óvart ef þau myndu njóta mikilla vinsælda. Námskeiðin hefjast kl. 8.30 og standa yfir til kl. 12 og eru ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára.“ Sumarnámskeiðin hefjast um miðjan júlí og eru frábær námskeið ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á að efla færni og snerpu krakkanna í bland við leik og skemmtun. „Krakkarnir æfa sig í ólíkum tækjum Fótboltalands en í upphafi námskeiðs fá þau mælingu og svo aftur í lokin til að sjá hvernig þau hafa bætt sig á námskeiðinu. Við byrjum hvern dag á þjálfun og endum í ýmsum leikjum. Síðasta daginn er svo boðið upp á bíóferð og pizzuveislu.“ Boðið er upp á leikjanámskeið hjá Smárabíó eftir hádegi þannig að krakkarnir geta eytt öllum deginum á námskeiðum í Smáralind. Skráning á sumarnámskeiðin fer fram á fotboltaland.is. Sumar opnunartími Fótboltalands eru eftirfarandi: Mánudagar: 13 - 19Þriðjudagar: 13 - 19Miðvikudagar: 13 - 19Fimmtudagar: 13 - 21Föstudagar: 13 - 21Laugardagar: 11 - 21Sunnudagar: 11 - 19 Nánari upplýsingar á fotboltaland.is. Fótbolti Krakkar Smáralind Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira
Eins og nafnið gefur til kynna er fótbolti í fyrirrúmi í skemmtigarðinum en þar má finna afþreyingu fyrir börn og fullorðna sem byggir á þessari vinsælustu íþrótt veraldar. „Það er óhætt að segja að Fótboltaland sé einn glæsilegasti skemmtigarður landsins,“ segir Reynir Gannt Joensen, sem ber þann skemmtilega starfstitil fyrirliði Fótboltalands. „Hér má spreyta sig á um tuttugu ólíkum þrautabrautum sem er skipt í sjö keppnisbrautir, fimm skemmtibrautir, FIFA herbergi með Playstation, foosball borð fyrir átta leikmenn, mini-fótboltavelli, fótboltaborðtennisborð, fótbolta billjard og ýmislegt fleira." Klippa: Fótboltaland opnar í Smáralind „Keppnisbrautir eiga það sameiginlegt að þar reyna gestir að ná sem flestum stigum og sigra þannig fjölskyldumeðlimi og vini. Þar reynir svo sannarlega á hraða, hittni og færni! Á skemmtibrautunum er gleðin meira í fyrirrúmi þótt auðvitað megi líka setja upp keppni þar líka.“ Frá opnun Fótboltalands í júní. F.v. eru Konstantín Mikaelsson, framkvæmdarstjóri Smárabíós ehf, Lilja Ósk Diðriksdóttir, stjórnarkona, Reynir Gannt, fyrirliði Fótboltalands og Hannes Steindórsson, bæjarfulltrúi Kópavogs. Helstu tækninýjungar eru notaðar í Fótboltalandi, m.a. RFID armbönd sem halda utan um stig keppenda og stafrænn fótboltabúnaður frá Elite Skills Arena sem notaður er á æfingasvæðum stærstu knattspyrnufélaga heims Jón Jónsson, tónlistarmaður og fyrrum fótboltamaður, kom fram á opnunarhátíðinni fyrr í þessum mánuði. Enginn sambærilegur skemmtigarður til Fótboltaland er alls ekki bundið við þann hóp sem spilar fótbolta eða hefur áhuga á íþróttinni segir Reynir. „Hér getur fólk á öllum aldri skemmt sér saman, óháð aldri eða getu. Þessa fyrstu daga hef ég til dæmis hitt ótrúlega margt fólk sem hefur lítinn sem engan áhuga á fótbolta en skemmti sér konunglega sem mér finnst ótrúlega gaman að heyra.“ Eftir því sem Reynir veit best er enginn sambærilegur skemmtigarður til í heiminum. „Við byggjum því ekki á neinni fyrirmynd að utan. Auðvitað er til æfingaaðstaða innanhúss víða um heim en enginn skemmtigarður í líkingu við þennan. Það má því segja að við séum brautryðjendur. Sem dæmi þá eru sum tækin hér sérstaklega framleidd fyrir okkur meðan önnur eru notuð sem æfingartæki í stærstu fótboltaklúbbum heims.“ Fótboltaborðtennisborð er krefjandi og skemmtileg íþrótt þar sem reynir á snögg viðbrögð og kvikar hreyfingar. Með stofnun Fótboltalands er ekki eingöngu komið til móts við þarfir knattspyrnuáhugamanna heldur er einnig verið að mæta vaxandi eftirspurn eftir fjörugri skemmtun með hreyfingu sem hentar öllum aldurshópum. „Okkur fannst einfaldlega vera eftirspurn eftir skemmtun fyrir fjölskyldu og vini þar sem hægt er að koma saman, eiga góðar stundir og hvíla símann á meðan.“ Blaðamaður prófaði nokkrar keppnisbrautir og skemmtibrautir í síðustu viku og getur svo sannarlega staðfest að Fótboltaland er frábær afþreying, líka fyrir þau sem hafa lítinn áhuga á fótbolta. „Ég fann hvernig keppnisskapið rauk upp strax á fyrstu braut enda perlaði svitinn fljótt af mér!“ Sumarnámskeið hefjast í júlí Fótboltaland er um leið frábær staður fyrir afmælisveislur, vinahittinga, íþróttahópa, hópefli og ýmis önnur tilefni að sögn Reynis. „Við bjóðum upp á gott úrval veitinga á borð við pizzur, hamborgara, kjúklingavængi og margt fleira gómsætt í samstarfi við Domino´s og Sport og grill auk þess sem við seljum gos, bjór og léttvín. Þar sem Smárabíó á Fótboltaland er því hægur vandi að samnýta svæðið í austurhluta Smáralindar þar sem m.a. má finna leiktækjasal, lasertag og auðvitað Smárabíó.“ Fótboltaland býður upp á um tuttugu ólíkar þrautabrautir. Sumarnámskeiðin hjá Fótboltalandi hefjast í sumar, eða mánudaginn 17. júlí. Námskeiðin eru frábær skemmtun fyrir alla krakka sem hafa áhuga á fótbolta. „Við verðum með námskeið vikulega seinni partinn í júlí og inn í ágúst. Það kæmi mér ekki á óvart ef þau myndu njóta mikilla vinsælda. Námskeiðin hefjast kl. 8.30 og standa yfir til kl. 12 og eru ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára.“ Sumarnámskeiðin hefjast um miðjan júlí og eru frábær námskeið ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á að efla færni og snerpu krakkanna í bland við leik og skemmtun. „Krakkarnir æfa sig í ólíkum tækjum Fótboltalands en í upphafi námskeiðs fá þau mælingu og svo aftur í lokin til að sjá hvernig þau hafa bætt sig á námskeiðinu. Við byrjum hvern dag á þjálfun og endum í ýmsum leikjum. Síðasta daginn er svo boðið upp á bíóferð og pizzuveislu.“ Boðið er upp á leikjanámskeið hjá Smárabíó eftir hádegi þannig að krakkarnir geta eytt öllum deginum á námskeiðum í Smáralind. Skráning á sumarnámskeiðin fer fram á fotboltaland.is. Sumar opnunartími Fótboltalands eru eftirfarandi: Mánudagar: 13 - 19Þriðjudagar: 13 - 19Miðvikudagar: 13 - 19Fimmtudagar: 13 - 21Föstudagar: 13 - 21Laugardagar: 11 - 21Sunnudagar: 11 - 19 Nánari upplýsingar á fotboltaland.is.
Fótbolti Krakkar Smáralind Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira