„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 12:06 Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. „Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
„Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu