Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Árni Jóhannsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 17. júní 2023 20:30 Jón Dagur Þorsteinsson á ferðinni. Vísir/Diego Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. Skrípamark Tomas Suslov á 69. mínútu skildi liðin að og tryggði Slóvökum gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um að komast á EM. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrstu fimmtán mínúturnar þar sem það fékk fimm ákjósanleg færi. Ekkert þeirra nýttist samt. Slóvakar náðu forystunni á 27. mínútu þegar Juraj Kucka skoraði með góða skoti fyrir utan vítateig. Fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Alfreð Finnbogason úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 1-1. Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. Vísir/Diego Seinni hálfleikurinn var frekar tíðindalítill fyrir utan markið neyðarlega sem Suslov skoraði. Ísland er áfram með þrjú stig í J-riðlinum en Slóvakía er komið með sjö. Leiðin á EM er því orðin ansi torfær en ekki ófær. Það myndi allavega hjálpa mikið að fá eitthvað út úr leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn. Endurkoma 4-4-2 Ekkert varð af því Aron Einar Gunnarsson léki sinn fyrsta leik á Laugardalsvelli síðan í október 2020 því hann meiddist í upphitun. Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn í byrjunarliðið í stað Arons. Guðlaugur Victor var færður úr miðverði á miðjuna og Hörður Björgvin Magnússon úr vinstri bakverði í miðvörð. Willum Þór Willumsson var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu í sínum öðrum landsleik. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði aftastur á miðjunni. Vísir/Diego Annars stillti Hareide upp í 4-4-2. Albert Guðmundsson var í fremstu víglínu ásamt Alfreð Finnbogasyni og hann byrjaði leikinn af krafti. Strax á 2. mínútu fékk hann fínt skotfæri eftir sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar en Martin Dubravká varði. Skömmu síðar komst Willum í frábæra stöðu en sending hans rataði ekki á Jón Dag. Willum Þór Willumsson spilaði sinn fyrsta mótsleik. Vísir/Diego Óðu í færum Á 7. mínútu slapp Albert í gegn, sendi á Alfreð sem reyndi að endurgjalda greiðann en sendingin var ónákvæm. Fjórum mínútum síðar fékk Jón Dagur gott færi en hitti ekki markið. Íslenska liðið hélt áfram að sækja og á 15. mínútu átti Hörður Björgvin frábæra langa sendingu á Albert sem tók listilega við boltanum, lék á Dubravká en skaut í hliðarnetið. Það var því ansi veglegt höggið sem íslenska liðið fékk á 27. mínútu. Marek Hamsik sendi þá boltann á Kucka við D-bogann. Hann átti fast skot, Hörður Björgvin beygði sig og boltinn fór alveg í bláhornið. Þetta var högg en ekki rothögg fyrir íslenska liðið sem hélt áfram að sækja. Færin voru þó ekki jafn mörg og í upphafi leiks. Svöruðu fyrir sig Á 41. mínútu átti íslenska liðið hættulega sókn sem endaði með því að Milan Skrniar braut á Willum innan vítateigs. Alfreð tók spyrnuna, skoraði sitt sextánda landsliðsmark og jafnaði í 1-1. Það var það minnsta sem íslenska liðið átti skilið eftir frábæran fyrri hálfleik. Rúnar Alex Rúnarsson sá reyndar til þess að staðan var jöfn í hálfleik en hann varði stórkostlega frá Róbert Mak mínútu fyrir hálfleik. Skotið var af stuttu færi en Rúnar Alex var snöggur til og varði. Seinni hálfleikurinn var ekki nálægt því jafn fjörugur og sá fyrri. Bæði lið voru varfærnari í sinni nálgun og plássið til að sækja í var ekki jafn mikið og í fyrri hálfleik. Markið óheppilega Raunar gerðist fátt markvert í seinni hálfleiknum nema sigurmarkið óheppilega sem kom á 69. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson sparkaði boltanum þá í andlitið á varamanninn Suslov og boltinn fór í boga yfir Rúnar Alex. Markið var slysalegt, neyðarlegt og forljótt en Jóhann Berg bauð hættunni heim með skrítinni spyrnu á hættulegum stað. Sigurmark Slóvaka var afar slysalegt.Vísir/Getty Íslenska liðið hafði gefið eftir fyrir markið og sogast aftar á völlinn. Hareide reyndi að hrista upp í hlutunum, fyrst með tvöfaldri skiptingu þar sem Mikael Egill Ellertsson og Hákon Arnar Haraldsson komu inn á fyrir Jón Dag og Alfreð og svo með breytingu í þriggja manna vörn eftir mark Suslov. Hvorug breytingin bar árangur og það má alveg setja spurningarmerki við þá ákvörðun að skipta Jóni Degi af velli. Hann hafði nefnilega verið með frískasta móti þótt það hafi vissulega dregið af honum í seinni hálfleik. Mikael Egill og Hákon Arnar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Vísir/Getty Íslenska liðið reyndi hvað það gat að skora jöfnunarmarkið en það vantaði full mikið upp á til að opna vörn Slóvakíu sem var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Íslendingar fengu þó eitt færi í uppbótartíma. Sverrir Ingi Ingason skaut þá yfir úr ágætis stöðu. Sverrir Ingi Ingason komst nálægt því að jafna metin en skaut boltanum yfir. Vísir/Diego Skömmu síðar flautaði skoski dómarinn Donald Robertson til leiksloka. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið en frammistaða þess, sérstaklega í fyrri hálfleik, var fyrirtak og lofar góðu fyrir framhaldið. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. Skrípamark Tomas Suslov á 69. mínútu skildi liðin að og tryggði Slóvökum gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um að komast á EM. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrstu fimmtán mínúturnar þar sem það fékk fimm ákjósanleg færi. Ekkert þeirra nýttist samt. Slóvakar náðu forystunni á 27. mínútu þegar Juraj Kucka skoraði með góða skoti fyrir utan vítateig. Fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Alfreð Finnbogason úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 1-1. Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. Vísir/Diego Seinni hálfleikurinn var frekar tíðindalítill fyrir utan markið neyðarlega sem Suslov skoraði. Ísland er áfram með þrjú stig í J-riðlinum en Slóvakía er komið með sjö. Leiðin á EM er því orðin ansi torfær en ekki ófær. Það myndi allavega hjálpa mikið að fá eitthvað út úr leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn. Endurkoma 4-4-2 Ekkert varð af því Aron Einar Gunnarsson léki sinn fyrsta leik á Laugardalsvelli síðan í október 2020 því hann meiddist í upphitun. Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn í byrjunarliðið í stað Arons. Guðlaugur Victor var færður úr miðverði á miðjuna og Hörður Björgvin Magnússon úr vinstri bakverði í miðvörð. Willum Þór Willumsson var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu í sínum öðrum landsleik. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði aftastur á miðjunni. Vísir/Diego Annars stillti Hareide upp í 4-4-2. Albert Guðmundsson var í fremstu víglínu ásamt Alfreð Finnbogasyni og hann byrjaði leikinn af krafti. Strax á 2. mínútu fékk hann fínt skotfæri eftir sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar en Martin Dubravká varði. Skömmu síðar komst Willum í frábæra stöðu en sending hans rataði ekki á Jón Dag. Willum Þór Willumsson spilaði sinn fyrsta mótsleik. Vísir/Diego Óðu í færum Á 7. mínútu slapp Albert í gegn, sendi á Alfreð sem reyndi að endurgjalda greiðann en sendingin var ónákvæm. Fjórum mínútum síðar fékk Jón Dagur gott færi en hitti ekki markið. Íslenska liðið hélt áfram að sækja og á 15. mínútu átti Hörður Björgvin frábæra langa sendingu á Albert sem tók listilega við boltanum, lék á Dubravká en skaut í hliðarnetið. Það var því ansi veglegt höggið sem íslenska liðið fékk á 27. mínútu. Marek Hamsik sendi þá boltann á Kucka við D-bogann. Hann átti fast skot, Hörður Björgvin beygði sig og boltinn fór alveg í bláhornið. Þetta var högg en ekki rothögg fyrir íslenska liðið sem hélt áfram að sækja. Færin voru þó ekki jafn mörg og í upphafi leiks. Svöruðu fyrir sig Á 41. mínútu átti íslenska liðið hættulega sókn sem endaði með því að Milan Skrniar braut á Willum innan vítateigs. Alfreð tók spyrnuna, skoraði sitt sextánda landsliðsmark og jafnaði í 1-1. Það var það minnsta sem íslenska liðið átti skilið eftir frábæran fyrri hálfleik. Rúnar Alex Rúnarsson sá reyndar til þess að staðan var jöfn í hálfleik en hann varði stórkostlega frá Róbert Mak mínútu fyrir hálfleik. Skotið var af stuttu færi en Rúnar Alex var snöggur til og varði. Seinni hálfleikurinn var ekki nálægt því jafn fjörugur og sá fyrri. Bæði lið voru varfærnari í sinni nálgun og plássið til að sækja í var ekki jafn mikið og í fyrri hálfleik. Markið óheppilega Raunar gerðist fátt markvert í seinni hálfleiknum nema sigurmarkið óheppilega sem kom á 69. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson sparkaði boltanum þá í andlitið á varamanninn Suslov og boltinn fór í boga yfir Rúnar Alex. Markið var slysalegt, neyðarlegt og forljótt en Jóhann Berg bauð hættunni heim með skrítinni spyrnu á hættulegum stað. Sigurmark Slóvaka var afar slysalegt.Vísir/Getty Íslenska liðið hafði gefið eftir fyrir markið og sogast aftar á völlinn. Hareide reyndi að hrista upp í hlutunum, fyrst með tvöfaldri skiptingu þar sem Mikael Egill Ellertsson og Hákon Arnar Haraldsson komu inn á fyrir Jón Dag og Alfreð og svo með breytingu í þriggja manna vörn eftir mark Suslov. Hvorug breytingin bar árangur og það má alveg setja spurningarmerki við þá ákvörðun að skipta Jóni Degi af velli. Hann hafði nefnilega verið með frískasta móti þótt það hafi vissulega dregið af honum í seinni hálfleik. Mikael Egill og Hákon Arnar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Vísir/Getty Íslenska liðið reyndi hvað það gat að skora jöfnunarmarkið en það vantaði full mikið upp á til að opna vörn Slóvakíu sem var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Íslendingar fengu þó eitt færi í uppbótartíma. Sverrir Ingi Ingason skaut þá yfir úr ágætis stöðu. Sverrir Ingi Ingason komst nálægt því að jafna metin en skaut boltanum yfir. Vísir/Diego Skömmu síðar flautaði skoski dómarinn Donald Robertson til leiksloka. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið en frammistaða þess, sérstaklega í fyrri hálfleik, var fyrirtak og lofar góðu fyrir framhaldið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti