Rétt yfir tvö þúsund miðar eftir á stórleik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2023 12:45 Tólfan verður öflug í stúkunni í kvöld Vísir/Vilhelm Gunnarsson Búast má við mikilli stemningu á Laugardalsvelli í kvöld þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta etur kappi við Slóvakíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2024. Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira