„Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 13:59 Alfons Sampsted fagnar því að geta loksins talað smá íslensku vísir/Diego Bakvörðurinn Alfons Sampsted, leikmaður FC Twente og íslenska landsliðsins, var afar léttur í lundu í spjalli fyrir leikinn en sagði að leikmenn liðsins væru þó almennt mjög einbeittir og fyrirmælin frá Hareide væru skýr. Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira