Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 17. júní 2023 21:00 Guðlaugur Victor átti fínan leik á miðjunni í dag. Getty/Alex Grimm Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira