Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru teknar niður Ólafur Björn Sverrisson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júní 2023 21:38 „Sjaldan hef ég orðið vitni að annarri eins vitleysu,“ segir íbúi í Seljahverfi um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að taka körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla niður yfir sumartímann. einar guttormsson Körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla í Reykjavík voru teknar niður í dag, á hápunkti sumarsins, vegna kvartana íbúa. Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira