Gísli gat ekki lyft höndinni: „Með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 10:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Evrópumeistari í gær, degi eftir að hafa farið úr hægri axlarlið. Getty/Marius Becker Gísli Þorgeir Kristjánsson náði á einhvern ótrúlegan hátt að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær, degi eftir að hafa farið úr axlarlið, og skora sex mörk í sigri Magdeburg á Kielce í Köln í gær. Hann segir verkjalyf hafa hjálpað sér en gat þó aldrei lyft skothendinni með eðlilegum hætti. Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira
Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira
Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13
Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25
Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30