Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir var frábær í Meistaradeildinni í vetur. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira