Ronaldo þakkar Íslandi fyrir sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 09:01 Ronaldo varð í gær fyrsti karlinn til að ná 200 leikjum fyrir þjóð sína. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, komst í heimsmetabók Guinness er hann lék með portúgalska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Ronaldo var að spila sinn 200. landsleik í gær og verð þar með fyrsti karlinn til að ná þeim merka áfanga. Hann skoraði eina mark leiksins er Portúgal vann nauman 1-0 sigur gegn Íslandi í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í gær. Ronaldo var eðlilega sáttur eftir leik gærdagsins, og raunar var hann hinn kátasti í heimsókn sinni til landsins. Hann sló meðal annars á létta strengi á blaðamannafundi portúgalska liðsins á föstudag og hafði litlar áhyggjur af því þegar ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að leik loknum í gær. Eftir leik mætti Ronaldo svo í viðtal sem birtist á Twitter-reikningi Euro 2024. Þar þakkaði hann Íslandi kærlega fyrir sig. „Ég er svo glaður. Það eru svona augnablik sem þú býst aldrei við, að ná 200 leikjum með landsliðinu,“ sagði Ronaldo. „Fyrir mér er þetta er ótrúlegt afrek og að vera kominn í heimsmetabók Guinness er magnað. Að skora sigurmarkið gerir þetta svo enn magnaðra. Þannig að ég verð að fá að þakka áhorfendum á vellinum, Íslandi og stuðningsmönnum fyrir að búa til þessa veislu fyrir mig.“ "I'm so happy. For me it's an unbelievable achievement"We spoke to Mr 200 @Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/LpaInwxHej— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 20, 2023 Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Ronaldo var að spila sinn 200. landsleik í gær og verð þar með fyrsti karlinn til að ná þeim merka áfanga. Hann skoraði eina mark leiksins er Portúgal vann nauman 1-0 sigur gegn Íslandi í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í gær. Ronaldo var eðlilega sáttur eftir leik gærdagsins, og raunar var hann hinn kátasti í heimsókn sinni til landsins. Hann sló meðal annars á létta strengi á blaðamannafundi portúgalska liðsins á föstudag og hafði litlar áhyggjur af því þegar ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að leik loknum í gær. Eftir leik mætti Ronaldo svo í viðtal sem birtist á Twitter-reikningi Euro 2024. Þar þakkaði hann Íslandi kærlega fyrir sig. „Ég er svo glaður. Það eru svona augnablik sem þú býst aldrei við, að ná 200 leikjum með landsliðinu,“ sagði Ronaldo. „Fyrir mér er þetta er ótrúlegt afrek og að vera kominn í heimsmetabók Guinness er magnað. Að skora sigurmarkið gerir þetta svo enn magnaðra. Þannig að ég verð að fá að þakka áhorfendum á vellinum, Íslandi og stuðningsmönnum fyrir að búa til þessa veislu fyrir mig.“ "I'm so happy. For me it's an unbelievable achievement"We spoke to Mr 200 @Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/LpaInwxHej— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 20, 2023
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira