Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2023 20:17 Stéphane Urquizar frá Frakklandi hefur aldeilis fengið að kynnast íslensku veðurfari. Vísir Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira