Alþjóða hnefaleikasambandið svipt réttindum sínum innan IOC Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 19:54 Thomas Bach er forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Alþjóða ólympíunefndin hefur svipt Alþjóða hnefaleikasambandið réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Nýtt alþjóðasamband hnefaleika var stofnað í apríl. Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“ Box Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“
Box Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira