Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2023 09:54 Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Þjórsá hjá fyrirhuguðu stíflustæði Hvammsvirkjunar. Sigurjón Ólason Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í síðustu viku, daginn eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafði samþykkt framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar með fjórum atkvæðum gegn einu, þrátt fyrir að sjá lítinn hag fyrir nærsamfélagið. Í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, að Hvammsvirkjun sé stærsta virkjunarframkvæmd sem fyrirhuguð sé í byggð á Íslandi. „Sveitarfélagið okkar hefur engar tekjur af framkvæmdinni, engin fasteignagjöld og það eru engin störf sem verða til til framtíðar,“ segir Haraldur. Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Sveitarstjórnin hyggst ekki sætta sig við óbreytt ástand. „Við tókum þá ákvörðun að fleiri orkumannvirki verða ekki byggð meðan staðan er svona.“ Búrfellslundur, fyrirhugað vindorkuver ofan Búrfells, var færður í nýtingarflokk rammaáætlunar í fyrra, en þar sá Landsvirkjun fram á samrekstur með vatnsaflsstöðvum og að nýta innviði á svæðinu. Þannig eru allar háspennulínur til staðar til að flytja orkuna til notenda. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að Búrfellslundur framleiði um 440 gígavattstundir á ári miðað við þrjátíu vindmyllur. Í Hvammsvirkjun er fyrirhugað að framleiða um 720 gígavattstundir á ári. Með því að nýta sér lagaheimild sem í reynd setur Búrfellslund í biðflokk sendir sveitarstjórnin þau skilaboð að hún treysti ekki ríkisstjórninni. Tvær vindmyllur framleiða núna orku norðan Búrfells.Skjáskot/Stöð 2 „Fögur fyrirheit um einhverskonar breytingar sem nú er búið að boða. Ég held að menn verði nú að hugsa aftur til Blönduvirkjunar 1991 og þau fögru fyrirheit sem komu um atvinnuuppbyggingu þar. Menn eru ennþá að bíða. Við einfaldlega erum að segja: Þetta þjónar ekki hagsmunum okkar þegar okkar tekjustofnar eru undanþegnir.“ -Þetta er sem sagt þvingunaraðgerð? „Þetta er bara mjög skynsamleg aðgerð gagnvart nærumhverfinu; að byggja upp atvinnu sem sannarlega eflir nærsamfélagð,“ svarar oddvitinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í síðustu viku. Daginn eftir var virkjunarleyfi fellt úr gildi.Sigurjón Ólason Landsvirkjun segir mögulega seinkun á Hvammsvirkjun slæmar fréttir þegar skortur á endurnýjanlegri orku sé fyrirsjáanlegur á næstu árum. Litlar líkur virðast á að hægt verði að bjarga málum með því að reisa vindorkuver í staðinn á svæðinu. -En hvað þarf að gerast til að þið samþykkið vindmyllugarð við Búrfell? „Við þurfum bara að sjá skýra lagaumgjörð sem gerir þetta sanngjarnt, gagnvart bæði þeim sem eru með þetta í nærumhverfinu sínu og notandanum,“ svarar Haraldur Þór Jónsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Lax Stangveiði Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í síðustu viku, daginn eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafði samþykkt framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar með fjórum atkvæðum gegn einu, þrátt fyrir að sjá lítinn hag fyrir nærsamfélagið. Í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, að Hvammsvirkjun sé stærsta virkjunarframkvæmd sem fyrirhuguð sé í byggð á Íslandi. „Sveitarfélagið okkar hefur engar tekjur af framkvæmdinni, engin fasteignagjöld og það eru engin störf sem verða til til framtíðar,“ segir Haraldur. Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Sveitarstjórnin hyggst ekki sætta sig við óbreytt ástand. „Við tókum þá ákvörðun að fleiri orkumannvirki verða ekki byggð meðan staðan er svona.“ Búrfellslundur, fyrirhugað vindorkuver ofan Búrfells, var færður í nýtingarflokk rammaáætlunar í fyrra, en þar sá Landsvirkjun fram á samrekstur með vatnsaflsstöðvum og að nýta innviði á svæðinu. Þannig eru allar háspennulínur til staðar til að flytja orkuna til notenda. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að Búrfellslundur framleiði um 440 gígavattstundir á ári miðað við þrjátíu vindmyllur. Í Hvammsvirkjun er fyrirhugað að framleiða um 720 gígavattstundir á ári. Með því að nýta sér lagaheimild sem í reynd setur Búrfellslund í biðflokk sendir sveitarstjórnin þau skilaboð að hún treysti ekki ríkisstjórninni. Tvær vindmyllur framleiða núna orku norðan Búrfells.Skjáskot/Stöð 2 „Fögur fyrirheit um einhverskonar breytingar sem nú er búið að boða. Ég held að menn verði nú að hugsa aftur til Blönduvirkjunar 1991 og þau fögru fyrirheit sem komu um atvinnuuppbyggingu þar. Menn eru ennþá að bíða. Við einfaldlega erum að segja: Þetta þjónar ekki hagsmunum okkar þegar okkar tekjustofnar eru undanþegnir.“ -Þetta er sem sagt þvingunaraðgerð? „Þetta er bara mjög skynsamleg aðgerð gagnvart nærumhverfinu; að byggja upp atvinnu sem sannarlega eflir nærsamfélagð,“ svarar oddvitinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í síðustu viku. Daginn eftir var virkjunarleyfi fellt úr gildi.Sigurjón Ólason Landsvirkjun segir mögulega seinkun á Hvammsvirkjun slæmar fréttir þegar skortur á endurnýjanlegri orku sé fyrirsjáanlegur á næstu árum. Litlar líkur virðast á að hægt verði að bjarga málum með því að reisa vindorkuver í staðinn á svæðinu. -En hvað þarf að gerast til að þið samþykkið vindmyllugarð við Búrfell? „Við þurfum bara að sjá skýra lagaumgjörð sem gerir þetta sanngjarnt, gagnvart bæði þeim sem eru með þetta í nærumhverfinu sínu og notandanum,“ svarar Haraldur Þór Jónsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Lax Stangveiði Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. 16. júní 2023 11:44
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12