Landsvirkjun Bætt eiginfjárstaða er undirstaða áforma Landsnets um auknar fjárfestingar Verulega bætt eiginfjárstaða Landsnets síðustu ár samhliða mikilli arðsemi, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að vera meðal annars drifin áfram af háaum flutningsgjöldum, gegnir lykilhlutverki í áformum fyrirtækisins að auka fjárfestingar í orkuinnviðum og tryggja um leið trausta arðgreiðslugetu, að sögn forstjóra félagsins. Hún segir ólíka uppbyggingu á raforkukerfum þjóða skekkja samanburð á flutningskostnaði en frá því gjaldskrá stórnotenda var færð yfir í Bandaríkjadal á árinu 2007 hafi gjöldin hins vegar lækkað um fimmtán prósent að raunvirði. Innherji 21.11.2025 10:26 Alvöru tækifæri í gervigreind Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Skoðun 21.11.2025 07:30 Hár flutningskostnaður raforku „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga. Innherji 19.11.2025 06:33 Flutningskostnaður raforku rokið upp og er margfalt meiri en í nágrannalöndum Flutningskostnaður raforku á Íslandi, sem hefur nærri tvöfaldast á fimm árum, er mun meiri en í flestum öðrum nágrannalöndum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets er útlit er fyrir að hann hækki að óbreyttu enn verulega á næstu árum, samkvæmt greiningu. Mikið eigið fé hefur byggst upp í Landsneti á rúmum áratug, drifið áfram af háum flutningsgjöldum og endurmati rekstrarfjármuna, en frá 2012 hefur árleg meðalávöxtun þess verið um sautján prósent, vel umfram leyfða arðsemi sem er sett af Orkustofnun. Innherji 18.11.2025 07:39 Samkeppni um hagsæld Við Íslendingar sýndum mikla framsýni og pólitíska forystu fyrir rúmum 60 árum. Þá settum við okkur atvinnustefnu til að skapa verðmæti með öflugri orkuvinnslu og orkusæknum iðnaði og ná jafnframt orkuöryggi fyrir íslenskan almenning. Skoðun 8.11.2025 10:02 Lestin brunar, hraðar, hraðar Lestin brunar, hraðar, hraðar segir í frægu ljóði og lestin er sannarlega farin af stað þegar kemur að þróun raforkumarkaðar á Íslandi. Skoðun 6.11.2025 10:00 Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Í hvað á orkan að fara? er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 15 í dag. Viðskipti innlent 4.11.2025 13:01 Í hvað á orkan að fara? Landsvirkjun hefur gefið til kynna aukna áherslu á raforkusölu til gagnavera. Hátt raforkuverð sem gagnaver greiða er nefnt sem ástæða. Skoðun 3.11.2025 15:02 Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Öll miðlunarlón Landsvirkjunar voru full í upphafi nýs vatnsárs, 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.10.2025 12:39 Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun. Innherji 22.10.2025 16:11 Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins. Innherji 19.10.2025 13:45 Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“ Innherji 21.9.2025 12:53 Boðsferð Landsvirkjunar Í vikunni bauð Landsvirkjun þingmönnum og sveitarstjórnarfólki í skoðunarferð að fyrirhuguðu virkjanasvæði við Þjórsárver. Skoðun 3.9.2025 09:00 Samið um norðlenska forgangsorku Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur. Viðskipti innlent 2.9.2025 13:19 Verndun vatns og stjórn vatnamála Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Skoðun 27.8.2025 10:01 Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár. Viðskipti innlent 20.8.2025 10:29 Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18.8.2025 23:43 Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Innherjamolar 18.8.2025 13:18 Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Viðskipti innlent 18.8.2025 13:09 Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 15.8.2025 19:36 Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. Innlent 11.8.2025 12:47 Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Innlent 11.8.2025 09:29 Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Innlent 5.8.2025 22:44 Leikrit Landsvirkjunar Í síðustu viku stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála framkvæmdir Landsvirkjunar við Hvammsvirkjun. Íbúar höfðu krafist þess. Er þetta enn einn sigur fyrir þá og aðra sem andæfa yfirgangi Landsvirkjunar þar. Skoðun 5.8.2025 07:31 Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Bæði Hálslón og Þórisvatn, stærstu uppistöðulón Landsvirkjunnar, fylltust í nótt. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Þórisvatn fyllist. Innlent 4.8.2025 10:28 Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós. Innlent 3.8.2025 11:59 Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Innlent 2.8.2025 23:00 „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Innlent 1.8.2025 20:13 „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. Innlent 1.8.2025 19:13 „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Innlent 1.8.2025 13:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 16 ›
Bætt eiginfjárstaða er undirstaða áforma Landsnets um auknar fjárfestingar Verulega bætt eiginfjárstaða Landsnets síðustu ár samhliða mikilli arðsemi, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að vera meðal annars drifin áfram af háaum flutningsgjöldum, gegnir lykilhlutverki í áformum fyrirtækisins að auka fjárfestingar í orkuinnviðum og tryggja um leið trausta arðgreiðslugetu, að sögn forstjóra félagsins. Hún segir ólíka uppbyggingu á raforkukerfum þjóða skekkja samanburð á flutningskostnaði en frá því gjaldskrá stórnotenda var færð yfir í Bandaríkjadal á árinu 2007 hafi gjöldin hins vegar lækkað um fimmtán prósent að raunvirði. Innherji 21.11.2025 10:26
Alvöru tækifæri í gervigreind Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Skoðun 21.11.2025 07:30
Hár flutningskostnaður raforku „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga. Innherji 19.11.2025 06:33
Flutningskostnaður raforku rokið upp og er margfalt meiri en í nágrannalöndum Flutningskostnaður raforku á Íslandi, sem hefur nærri tvöfaldast á fimm árum, er mun meiri en í flestum öðrum nágrannalöndum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets er útlit er fyrir að hann hækki að óbreyttu enn verulega á næstu árum, samkvæmt greiningu. Mikið eigið fé hefur byggst upp í Landsneti á rúmum áratug, drifið áfram af háum flutningsgjöldum og endurmati rekstrarfjármuna, en frá 2012 hefur árleg meðalávöxtun þess verið um sautján prósent, vel umfram leyfða arðsemi sem er sett af Orkustofnun. Innherji 18.11.2025 07:39
Samkeppni um hagsæld Við Íslendingar sýndum mikla framsýni og pólitíska forystu fyrir rúmum 60 árum. Þá settum við okkur atvinnustefnu til að skapa verðmæti með öflugri orkuvinnslu og orkusæknum iðnaði og ná jafnframt orkuöryggi fyrir íslenskan almenning. Skoðun 8.11.2025 10:02
Lestin brunar, hraðar, hraðar Lestin brunar, hraðar, hraðar segir í frægu ljóði og lestin er sannarlega farin af stað þegar kemur að þróun raforkumarkaðar á Íslandi. Skoðun 6.11.2025 10:00
Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Í hvað á orkan að fara? er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 15 í dag. Viðskipti innlent 4.11.2025 13:01
Í hvað á orkan að fara? Landsvirkjun hefur gefið til kynna aukna áherslu á raforkusölu til gagnavera. Hátt raforkuverð sem gagnaver greiða er nefnt sem ástæða. Skoðun 3.11.2025 15:02
Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Öll miðlunarlón Landsvirkjunar voru full í upphafi nýs vatnsárs, 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.10.2025 12:39
Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun. Innherji 22.10.2025 16:11
Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins. Innherji 19.10.2025 13:45
Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“ Innherji 21.9.2025 12:53
Boðsferð Landsvirkjunar Í vikunni bauð Landsvirkjun þingmönnum og sveitarstjórnarfólki í skoðunarferð að fyrirhuguðu virkjanasvæði við Þjórsárver. Skoðun 3.9.2025 09:00
Samið um norðlenska forgangsorku Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur. Viðskipti innlent 2.9.2025 13:19
Verndun vatns og stjórn vatnamála Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Skoðun 27.8.2025 10:01
Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár. Viðskipti innlent 20.8.2025 10:29
Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18.8.2025 23:43
Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Innherjamolar 18.8.2025 13:18
Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Viðskipti innlent 18.8.2025 13:09
Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 15.8.2025 19:36
Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. Innlent 11.8.2025 12:47
Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Innlent 11.8.2025 09:29
Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Innlent 5.8.2025 22:44
Leikrit Landsvirkjunar Í síðustu viku stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála framkvæmdir Landsvirkjunar við Hvammsvirkjun. Íbúar höfðu krafist þess. Er þetta enn einn sigur fyrir þá og aðra sem andæfa yfirgangi Landsvirkjunar þar. Skoðun 5.8.2025 07:31
Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Bæði Hálslón og Þórisvatn, stærstu uppistöðulón Landsvirkjunnar, fylltust í nótt. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Þórisvatn fyllist. Innlent 4.8.2025 10:28
Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós. Innlent 3.8.2025 11:59
Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Innlent 2.8.2025 23:00
„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Innlent 1.8.2025 20:13
„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. Innlent 1.8.2025 19:13
„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Innlent 1.8.2025 13:05