Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Samúel Karl Ólason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 24. júní 2023 17:30 Málaliðar Wagner hafa verið að undirbúa varnir í Rostov-borg. EPA Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Þetta kom fram í upptöku sem Prigozhin birti síðdegis. Þar segist hann hafa gert samkomulagið til þess að komast hjá blóðsúthellingum. Wagner málaliðahópurinn var áður á leið til Moskvu. Sagðist Prigozhin ætla að koma nýjum forseta til valda áður en samkomulag náðist við forseta Hvíta-Rússlands. Málaliðarnir tóku borgina Rostov í suðurhluta Rússlands í nótt og sögðust stefna í átt að Moskvu, höfuðborg Rússlands. Nú hefur verið greint frá því að Prigozhin hafi samþykkt að yfirgefa Rússland og ferðast til Belarús og að liðsmenn hans fái sakaruppgjöf. Aðrir Wagner-liðar, sem tóku ekki þátt í aðgerðunum síðasta sólahring, ganga hernum á hönd. Ekkert hefur heyrst af mögulegum breytingum innan varnarmálaráðuneytisins. Nýjustu vendingar má lesa í Vaktinni neðst í fréttinni. Áður höfðu borist fréttir af því að rússneskir hermenn væru að byggja upp varnir suður af Moskvu og að borgarstjóri hefði beðið íbúa um að halda sig innandyra. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Í fréttinni hér að neðan má lesa um aðdraganda uppreisnar Wagner og hvað gerðist í gær. Sjá einnig: Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Hér að neðan má svo lesa helstu vendingar dagsins og fylgjast með framvindu mála í vaktinni. Helstu vendingar næturinnar og dagsins og aðrir punktar: Wagner lýsti í raun yfir stríði við varnarmálaráðuneytið og svo í kjölfarið við Pútín, eftir að hann fordæmdi aðgerðir Wagner í ávarpi til þjóðarinnar í morgun. Málaliðar Wagner tóku stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands en hún er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga rússneska hersins inn í austurhluta Úkraínu. Þá er bílalest málaliða, með skriðdreka og loftvarnarkerfi, á leiðinni norður frá Rostov í átt að Moskvu. Helstu ráðamenn í Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Pútín. Þeirra á meðal er Ramzan Kadyrov, sem stjórnar Téténíu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að allir þeir sem gangi veg illsku muni á endanum granda sjálfum sér. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði uppreisnina opinbera veikleika Rússlands og kallaði eftir því að rússneskir hermenn yfirgæfu Úkraínu. Rússneskar hersveitir voru að nálgast Rostov úr vestri, frá Úkraínu. Þar á meðal eru Akhmat-sveitir Téténíu og var útlit fyrir átök þar, eins og í Moskvu. Alexender Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, lýsti því svo yfir að hann hefði gert samkomulag við Prigozhin um að binda enda á uppreisnina. Prigozhin staðfesti svo skömmu síðar að hann hefði skipað málaliðum sínum að snúa aftur í bækistöðvar Wagner. Ef vaktin birtist ekki gæti þurft að hlaða síðuna upp á nýtt.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Belarús Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira