Eyþór hálsbrotnaði við keppni í Ólafsvík Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2023 11:36 Eyþór Reynisson birti mynd af sér af spítalanum í gær, eftir slysið í Ólafsvík. Instagram/@eythorrey Eyþór Reynisson, einn fremsti og reynslumesti vélhjólaíþróttamaður landsins, hálsbrotnaði við keppni í fjörunni á milli Ólafsvíkur og Rifs um helgina. Eyþór, sem er þrítugur, birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem sjá má slysið en það varð við upphaf þriðju og síðustu keppni (moto) hans á laugardag, eftir að hann hafði unnið fyrstu tvær. Segir Eyþór að hann hafi flækst á milli tveggja annarra ökumanna og við það fallið harkalega til jarðar. Ekið hafi verið yfir háls hans og það valdið því að C6-hálsliður hafi brotnað. Mildi þykir að ekki hafi farið verr og kveðst Eyþór heppinn að hafa sloppið við mænuskaða. Myndband af slysinu má sjá í Instagram-færslu Eyþórs hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by (@eythorrey) Eyþór var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið þar sem hann átti að gangast undir aðgerð. Hann segir frá því á samfélagsmiðlum að notast verði við bein úr mjöðm og títan til að fylla inn í þann hluta hryggjarliðarins sem molnaði. Eyþór er eins og fyrr segir einn fremsti vélhjólaíþróttamaður landsins, margfaldur Íslandsmeistari, og var um árabil atvinnumaður í íþróttinni. Fyrir örfáum árum stofnaði hann motocross-akademíuna Dirtbike Online Academy þar sem keppendur í vélhjólaíþróttum geta sótt námskeið á netinu. Akstursíþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Eyþór, sem er þrítugur, birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem sjá má slysið en það varð við upphaf þriðju og síðustu keppni (moto) hans á laugardag, eftir að hann hafði unnið fyrstu tvær. Segir Eyþór að hann hafi flækst á milli tveggja annarra ökumanna og við það fallið harkalega til jarðar. Ekið hafi verið yfir háls hans og það valdið því að C6-hálsliður hafi brotnað. Mildi þykir að ekki hafi farið verr og kveðst Eyþór heppinn að hafa sloppið við mænuskaða. Myndband af slysinu má sjá í Instagram-færslu Eyþórs hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by (@eythorrey) Eyþór var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið þar sem hann átti að gangast undir aðgerð. Hann segir frá því á samfélagsmiðlum að notast verði við bein úr mjöðm og títan til að fylla inn í þann hluta hryggjarliðarins sem molnaði. Eyþór er eins og fyrr segir einn fremsti vélhjólaíþróttamaður landsins, margfaldur Íslandsmeistari, og var um árabil atvinnumaður í íþróttinni. Fyrir örfáum árum stofnaði hann motocross-akademíuna Dirtbike Online Academy þar sem keppendur í vélhjólaíþróttum geta sótt námskeið á netinu.
Akstursíþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira