Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2023 22:10 Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða og Stracta-hótela. Einar Árnason Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Orustustaðir eru skammt frá hringveginum um Suðausturland, um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Eigandinn Hreiðar Hermannsson hefur undirbúið verkefnið í meira en áratug, er búinn að reisa starfsmannaaðstöðu og kominn með 28 hótelíbúðir í útleigu á bráðabirgðaleyfi. „Þetta verkefni stendur í einhverjum tveimur milljörðum í mati í dag, eins og það er komið með öllu. Því að það er ekki bara þetta sem þið sjáið heldur allt það sem er búið að festa sig í kaupum. Ég er að fá steypustöð, ég er að fá allt milli himins og jarðar,“ segir Hreiðar, sem jafnframt á Stracta-hótel á Hellu. Á Orustustöðum eru 28 hótelíbúðir þegar komnar í útleigu. Einnig eru risin starfsmannahús.Einar Árnason Stóra verkefnið er hótelbygging sem búið er að hanna fyrir fjögurhundruð gesti, með margskyns afþreyingu. Þetta yrði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps með milli áttatíu og níutíu starfsmenn. „Hótelið er, fyrsti áfangi, hann er sjöþúsund fermetrar. Og heildarfjárfestingin er tíu milljarðar,“ segir Hreiðar. Áætlað er að gistirými verði fyrir um fjögurhundruð gesti á hótelinu.Stracta Hotels Vegurinn að Orustustöðum liggur að hluta um sameiginlegt land Hraunbóls og ríkisjarðarinnar Sléttabóls, sem báðar eru eyðibýli. Eigendur Hraunbóls, sem nýta hana sem orlofsjörð, kæra sig ekki um að umferðin fari þar í gegn. „Þetta er í rauninni réttur okkar sem landeigendur að utanaðkomandi menn komi ekki og leggi veg í gegnum okkar land,“ segir Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls. Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls.Sigurjón Ólason „Þessi vegur, hann er búinn að vera hérna í tvöhundruð og eitthvað ár,“ segir Hreiðar en hann hóf sjálfur lagfæringu á veginum. „Þá hóf Hreiðar upp á eigin spýtur sínar framkvæmdir. Hann tók eiginlega í nefið einkaslóða í okkar landi og hann hefur svoleiðis valtað gjörsamlega yfir okkur,“ segir Þuríður. „Ég hef byggt veginn og sett ný gólf í brýrnar og gert það svona allt bara ágætt,“ segir Hreiðar. Hreiðar lét aka malarlagi í vegslóðann umdeilda.Einar Árnason Eigendur Hraunbóls brugðust við með því að loka veginum. „Fólk hefur verið lokað hérna inni og lagt bílum á veginn. Fólk hefur ekki komist í búðir og allt þar á milli. Og það eru til myndir af lögreglu hérna þar sem þeir eru að koma ferð númer tvö utan úr Vík,“ segir Hreiðar. „Í þessum framkvæmdum sínum þá beitir hann sínum mönnum og sínum vélum og það endaði í rauninni með því í sumar að við urðum að kæra fyrir líkamsárás, einn af hans starfsmönnum. Eftir það ákváðum við að hér skal látið stopp vera og fara bara dómstólaleiðina,“ segir Þuríður. Hér sést hvernig veginum var lokað með keðju og þverslá. Hraunból til hægri.Aðsend „Yfirgangur er náttúrlega að loka löglegum leiðum. Það er yfirgangur. En ég hef engan áhuga á því að vaða yfir menn. Ég hef aldrei gert neitt á þeirra hlut,“ segir Hreiðar. Fyrr í mánuðinum hafði Hreiðar betur þegar beiðni um lögbann á notkun vegarins var hafnað. „Er þetta bara íslenska samfélagið í hnotskurn? Freki karlinn og peningarnir, þeir ganga upp?“ spyr Þuríður. „Lögmenn frá mér og þeim hafa eitthvað verið að tala saman. En það virðist ekki ganga, því miður,“ segir Hreiðar. Í kringum hótelið er gert ráð fyrir margvíslegri afþreyingu á vatnasvæði en einnig með göngu-, hjóla- og reiðleiðum.Stracta Hotels Án uppbyggðs vegar fær svo stórt hótel vart starfsleyfi. -Er engin sáttaleið? „Nei, hann er búinn að ganga það gjörsamlega yfir okkur að það verður ekki í boði,“ svarar Þuríður Helga. Fjallað var um upphaf framkvæmdanna fyrir þremur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Um land allt Nágrannadeilur Hótel á Íslandi Vegagerð Tengdar fréttir Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784. 5. desember 2020 08:21 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Orustustaðir eru skammt frá hringveginum um Suðausturland, um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Eigandinn Hreiðar Hermannsson hefur undirbúið verkefnið í meira en áratug, er búinn að reisa starfsmannaaðstöðu og kominn með 28 hótelíbúðir í útleigu á bráðabirgðaleyfi. „Þetta verkefni stendur í einhverjum tveimur milljörðum í mati í dag, eins og það er komið með öllu. Því að það er ekki bara þetta sem þið sjáið heldur allt það sem er búið að festa sig í kaupum. Ég er að fá steypustöð, ég er að fá allt milli himins og jarðar,“ segir Hreiðar, sem jafnframt á Stracta-hótel á Hellu. Á Orustustöðum eru 28 hótelíbúðir þegar komnar í útleigu. Einnig eru risin starfsmannahús.Einar Árnason Stóra verkefnið er hótelbygging sem búið er að hanna fyrir fjögurhundruð gesti, með margskyns afþreyingu. Þetta yrði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps með milli áttatíu og níutíu starfsmenn. „Hótelið er, fyrsti áfangi, hann er sjöþúsund fermetrar. Og heildarfjárfestingin er tíu milljarðar,“ segir Hreiðar. Áætlað er að gistirými verði fyrir um fjögurhundruð gesti á hótelinu.Stracta Hotels Vegurinn að Orustustöðum liggur að hluta um sameiginlegt land Hraunbóls og ríkisjarðarinnar Sléttabóls, sem báðar eru eyðibýli. Eigendur Hraunbóls, sem nýta hana sem orlofsjörð, kæra sig ekki um að umferðin fari þar í gegn. „Þetta er í rauninni réttur okkar sem landeigendur að utanaðkomandi menn komi ekki og leggi veg í gegnum okkar land,“ segir Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls. Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls.Sigurjón Ólason „Þessi vegur, hann er búinn að vera hérna í tvöhundruð og eitthvað ár,“ segir Hreiðar en hann hóf sjálfur lagfæringu á veginum. „Þá hóf Hreiðar upp á eigin spýtur sínar framkvæmdir. Hann tók eiginlega í nefið einkaslóða í okkar landi og hann hefur svoleiðis valtað gjörsamlega yfir okkur,“ segir Þuríður. „Ég hef byggt veginn og sett ný gólf í brýrnar og gert það svona allt bara ágætt,“ segir Hreiðar. Hreiðar lét aka malarlagi í vegslóðann umdeilda.Einar Árnason Eigendur Hraunbóls brugðust við með því að loka veginum. „Fólk hefur verið lokað hérna inni og lagt bílum á veginn. Fólk hefur ekki komist í búðir og allt þar á milli. Og það eru til myndir af lögreglu hérna þar sem þeir eru að koma ferð númer tvö utan úr Vík,“ segir Hreiðar. „Í þessum framkvæmdum sínum þá beitir hann sínum mönnum og sínum vélum og það endaði í rauninni með því í sumar að við urðum að kæra fyrir líkamsárás, einn af hans starfsmönnum. Eftir það ákváðum við að hér skal látið stopp vera og fara bara dómstólaleiðina,“ segir Þuríður. Hér sést hvernig veginum var lokað með keðju og þverslá. Hraunból til hægri.Aðsend „Yfirgangur er náttúrlega að loka löglegum leiðum. Það er yfirgangur. En ég hef engan áhuga á því að vaða yfir menn. Ég hef aldrei gert neitt á þeirra hlut,“ segir Hreiðar. Fyrr í mánuðinum hafði Hreiðar betur þegar beiðni um lögbann á notkun vegarins var hafnað. „Er þetta bara íslenska samfélagið í hnotskurn? Freki karlinn og peningarnir, þeir ganga upp?“ spyr Þuríður. „Lögmenn frá mér og þeim hafa eitthvað verið að tala saman. En það virðist ekki ganga, því miður,“ segir Hreiðar. Í kringum hótelið er gert ráð fyrir margvíslegri afþreyingu á vatnasvæði en einnig með göngu-, hjóla- og reiðleiðum.Stracta Hotels Án uppbyggðs vegar fær svo stórt hótel vart starfsleyfi. -Er engin sáttaleið? „Nei, hann er búinn að ganga það gjörsamlega yfir okkur að það verður ekki í boði,“ svarar Þuríður Helga. Fjallað var um upphaf framkvæmdanna fyrir þremur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Um land allt Nágrannadeilur Hótel á Íslandi Vegagerð Tengdar fréttir Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784. 5. desember 2020 08:21 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42
Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784. 5. desember 2020 08:21
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12
Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21