Umdeildi forsetinn sagður ráða því hvort Ísland fari á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2023 12:30 Örlög stelpnanna okkar virðast vera í höndum Hassan Moustafa, forseta IHF. SAMSETT/HULDA MARGRÉT/Jan Woitas Þrátt fyrir að aðeins rétt rúm vika sé í að dregið verði í riðla fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta þá hefur IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ekki enn gefið út hvort að Ísland fái sæti á mótinu. Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti. HM 2023 í handbolta Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira