Kaupir Liverpool manninn sem kom í veg fyrir að Ísland færi á EM? Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 19:30 Dominik Szoboszlai er undir smásjánni hjá Liverpool. Vísir/Getty Liverpool hefur verið orðað við fjölmarga leikmenn á síðustu vikum en aðeins gengið frá samningum við Alexis Mac Allister síðan tímabilinu lauk. Nýtt nafn hefur nú dúkkað upp í umræðunni og það er leikmaður sem við Íslendingar könnumst of vel við. Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu. Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira
Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00