Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu. Stöð 2 Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“ Ísrael Palestína Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“
Ísrael Palestína Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira