Í ákæru segir að maðurinn hafi hótað að ræna sjoppuna, „þegar hann væri búinn með samlokuna sína, en hann hafði keypt samloku skömmu áður en hann setti fram þessar hótun.“
Ennfremur segir að við þetta hafi afgreiðslukonan orðið hrædd og kallað eftir aðstoð fólks sem hafi verið innar í húsinu. Þá hafi maðurinn hótað að drepa hana ef hún léti vita af honum. Sagðist hann vita hver hún væri og hvar hún ætti heima. Segir í ákæru að með orðum sínum og hegðun hafi hann vakið hjá konunni ótta um líf sitt, heilbrigði eða velferð sína og annarra.
Maðurinn kom fyrir dóm þar sem hann játaði sök samkvæmt ákæru.
Maðurinn hefur hreinan sakaferil og var hæfileg refsing metin þrjátíu daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn skilorð í tvö ár.