Hætti sem málari og gerðist poppstjarna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. júní 2023 20:02 Það er óhætt að segja að Kristmundur Axel stefni langt í tónlistarbransanum. Aðsend „Ég hef alltaf haft trú á mér sem tónlistarmaður og lét til skara skriða þegar ég loksins öðlaðist kjark,“ segir tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson. Hann ákvað að elta drauminn um poppstjörnuferilinn og sagði skilið við starfið sem málari. Kristmundur gaf út lagið Popstar á dögunum sem markar tímamótin í lífi Kristmundar. Myndbandið við lagið Popstar var frumflutt á skemmtistaðnum Lúx í gærkvöldi. „Lagið er birtingarmynd togstreitunnar sem ég lifði við þegar ég starfaði sem iðnaðarmaður og ferðalagsins í átt að poppstjörnudraumnum. Ég var oft annars hugar þegar ég var að mála og notaði pensilinn oft sem míkrófón, sónaði út og ímyndaði mér að vera fyrir framan hundrað þúsund manns á tónleikum,“ segir Kristmundur sem var kominn nærri draumnum áður en hann fór út af sporinu. „Ég fékk í rauninni nóg einn daginn eftir að eftirlitsmaður kom þar sem ég var að mála og setti út á alla vinnuna. Hann hafði samt örugglega alveg rétt fyrir sér,“ segir Kristmundur. Lykillinn að hafa trú á sjálfum sér Kristmundur öðlaðist þá kjark til að sinna tónlistinni sem hann segist lifa fyrir. „Lykillinn er bara að hafa trú á sjálfum sér og láta fokking vaða, án gríns. Það er málið.“ Hann segir nýja lagið vera ákveðið framhald á endurkomu sinni sem hófst í vor. Þá gaf hann út lagið Adrenalín og Ég er en það síðarnefnda gerði hann ásamt vini sínum, tónlistarmanninum Júlí Heiðari. Þeir stigu einmitt saman fram á sjónarsviðið þegar þeir unnu Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010. Hissa á að Jón Gnarr væri til Í kjölfarið fór boltinn að rúlla. Kristmundur og kvikmyndatökumaðurinn Aron Ingi Davíðsson leiddu saman hesta sína í myndbandinu við lagið. „Mig langað að gefa hlustendum sem skýrasta mynd á ferlinu að draumnum og þurfti einhvern sem myndi negla týpuna sem erfiður eftirlitsmaður. Ég ákvað að prófa að heyra í Jóni Gnarr sem sló til og var algjör negla. Ég var bara hissa að hann væri til í þetta með mér,“ segir Kristmundur sem er ánægður með afraksturinn. Hann ber Jóni góða söguna: „Jón Gnarr er algjör fagmaður og ein mesta perla sem ég hef kynnst. Hann er svo jákvæður og með þægilega nærveru sem mætti á svæðið með bros á vör. Fólk ber svo mikla virðingu fyrir honum, þegar hann labbaði inn sá maður hvernig kjálkarnir duttu í jörðina.“ View this post on Instagram A post shared by KX (@kristmunduraxel) Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 „Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. 9. apríl 2023 17:02 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Kristmundur gaf út lagið Popstar á dögunum sem markar tímamótin í lífi Kristmundar. Myndbandið við lagið Popstar var frumflutt á skemmtistaðnum Lúx í gærkvöldi. „Lagið er birtingarmynd togstreitunnar sem ég lifði við þegar ég starfaði sem iðnaðarmaður og ferðalagsins í átt að poppstjörnudraumnum. Ég var oft annars hugar þegar ég var að mála og notaði pensilinn oft sem míkrófón, sónaði út og ímyndaði mér að vera fyrir framan hundrað þúsund manns á tónleikum,“ segir Kristmundur sem var kominn nærri draumnum áður en hann fór út af sporinu. „Ég fékk í rauninni nóg einn daginn eftir að eftirlitsmaður kom þar sem ég var að mála og setti út á alla vinnuna. Hann hafði samt örugglega alveg rétt fyrir sér,“ segir Kristmundur. Lykillinn að hafa trú á sjálfum sér Kristmundur öðlaðist þá kjark til að sinna tónlistinni sem hann segist lifa fyrir. „Lykillinn er bara að hafa trú á sjálfum sér og láta fokking vaða, án gríns. Það er málið.“ Hann segir nýja lagið vera ákveðið framhald á endurkomu sinni sem hófst í vor. Þá gaf hann út lagið Adrenalín og Ég er en það síðarnefnda gerði hann ásamt vini sínum, tónlistarmanninum Júlí Heiðari. Þeir stigu einmitt saman fram á sjónarsviðið þegar þeir unnu Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010. Hissa á að Jón Gnarr væri til Í kjölfarið fór boltinn að rúlla. Kristmundur og kvikmyndatökumaðurinn Aron Ingi Davíðsson leiddu saman hesta sína í myndbandinu við lagið. „Mig langað að gefa hlustendum sem skýrasta mynd á ferlinu að draumnum og þurfti einhvern sem myndi negla týpuna sem erfiður eftirlitsmaður. Ég ákvað að prófa að heyra í Jóni Gnarr sem sló til og var algjör negla. Ég var bara hissa að hann væri til í þetta með mér,“ segir Kristmundur sem er ánægður með afraksturinn. Hann ber Jóni góða söguna: „Jón Gnarr er algjör fagmaður og ein mesta perla sem ég hef kynnst. Hann er svo jákvæður og með þægilega nærveru sem mætti á svæðið með bros á vör. Fólk ber svo mikla virðingu fyrir honum, þegar hann labbaði inn sá maður hvernig kjálkarnir duttu í jörðina.“ View this post on Instagram A post shared by KX (@kristmunduraxel)
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 „Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. 9. apríl 2023 17:02 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01
„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. 9. apríl 2023 17:02