Ísland byrjar á leik við langdýrasta mann EM Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 09:31 Iván Fresneda er eftirsóttur hjá stórliðum í Evrópu en hann er í spænska hópnum sem mætir Íslandi í kvöld Getty/Seb Daly Íslenska U19-landsliðið í fótbolta karla hefur í dag keppni á sjálfu Evrópumótinu sem fram fer á Möltu. Andstæðingarnir í fyrsta leik eru ógnarsterkt lið Spánverja. Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira