Skellti sér út að hlaupa þegar hún frétti að Ísland væri komið á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 08:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir er leikjahæst í íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ein reyndasta handboltakona landsins var að vonum ánægð þegar í ljós kom að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða á HM 2023. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03
„Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06