Stelpurnar okkar gætu lent í riðli með Grænlandi á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 11:00 Sandra Erlingsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu bíða örugglega spenntar eftir niðurstöðunnni í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta kemst að því í dag hvaða liðum stelpurnar okkar munu mæta á heimsmeistaramótinu í desember. Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira