Rúv greindi fyrst frá komu Hopps í Mosfellsbæ. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar fór fyrstu ferðina.

Um er að ræða tveggja mánaða tilraunaverkefni yfir sumartímann, til að kanna umgengni og notkun, sem verður endurskoðað í haust.
Sömuleiðis er hægt að komast um á Hopphjóli um nánast allt höfuðborgarsvæðið en aðeins Kjalarnesið er nú undanskilið yfirráðasvæði Hoppsins.
„Við opnuðum í gær, þegar við teygðum þjónustusvæðið okkar og fórum með skútur,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu Rúv.
Þá sagði hún að nú væri hægt að taka rafskútu alla leið úr miðborginni til Mosfellsbæjar.