„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 19:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata birti greinargerðina í morgun en hún segir hana eiga erindi við almenning. Vísir/Dúi Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02