Stórbrotið mark Eggerts Arons: „Galin tilfinning“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 11:00 Eggert og liðsfélagar hans fagna markinu frábæra. Eins og sjá má á viðbrögðum félaga hans var markið stórglæsilegt. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson kom mikið við sögu í jafntefli Íslands og Noregs í gær. Hann fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en jafnaði metin með frábæru marki rétt fyrir leikslok. Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira