Kylfingar fengu kjánahroll og stólpagrín gert á samfélagsmiðlum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2023 10:02 Dansarar þóttust vera starfsfólk golfmótsins. AP/LIV Golfmót á sádísku LIV-mótaröðinni fór af stað með furðulegum hætti í Lundúnum í fyrradag. Fólk sem leit út fyrir að vera starfsfólk mótsins steig dans. Fyrirkomulagið á LIV-mótaröðinni er ólíkt því sem þekkist á hefðbundnari mótum, til að mynda á bandarísku PGA-mótaröðinni, og hefur LIV auglýst sig undir yfirskriftinni „Golf, nema háværara“ sem stóð sannarlega undir nafni á föstudag. Áður en mót hófst á mótinu í Lundúnum í gær brast út leifturlýður svokallaður, á ensku flashmob, þar sem dansarar, sem klæddir voru upp sem starfsfólk mótsins, opnuðu það með dansi við lagið Party Rock Anthem með dúóinu LMFAO frá árinu 2011. Netheimar nötruðu í kjölfarið þar sem stólpagrín var gert að uppátækinu. Áhugavert verður að sjá hvort Ísfötuáskorun eða planki sé næstur á dagskrá en það er í það minnsta líf og fjör á LIV-mótaröðinni á meðan golfheimurinn hristir höfuðið. Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan en að neðan má sjá brot af viðbrögðum golfáhugamanna á Twitter. this might be worse than the sports washing https://t.co/SwsqK6uFxo— Eric Hubbs (@BarstoolHubbs) July 7, 2023 To all the haters that said the LIV tour coudnt make golf cool I bet your feeling pretty dumb now https://t.co/k0gH48Bdfg— PFT Commenter (@PFTCommenter) July 7, 2023 The fact that we don't have a camera on Brooks Koepka's face as this was going on was just an enormous content miss by the liv crew https://t.co/wzUYr4Q4yo— Shane Bacon (@shanebacon) July 7, 2023 LIV-mótaröðin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Fyrirkomulagið á LIV-mótaröðinni er ólíkt því sem þekkist á hefðbundnari mótum, til að mynda á bandarísku PGA-mótaröðinni, og hefur LIV auglýst sig undir yfirskriftinni „Golf, nema háværara“ sem stóð sannarlega undir nafni á föstudag. Áður en mót hófst á mótinu í Lundúnum í gær brast út leifturlýður svokallaður, á ensku flashmob, þar sem dansarar, sem klæddir voru upp sem starfsfólk mótsins, opnuðu það með dansi við lagið Party Rock Anthem með dúóinu LMFAO frá árinu 2011. Netheimar nötruðu í kjölfarið þar sem stólpagrín var gert að uppátækinu. Áhugavert verður að sjá hvort Ísfötuáskorun eða planki sé næstur á dagskrá en það er í það minnsta líf og fjör á LIV-mótaröðinni á meðan golfheimurinn hristir höfuðið. Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan en að neðan má sjá brot af viðbrögðum golfáhugamanna á Twitter. this might be worse than the sports washing https://t.co/SwsqK6uFxo— Eric Hubbs (@BarstoolHubbs) July 7, 2023 To all the haters that said the LIV tour coudnt make golf cool I bet your feeling pretty dumb now https://t.co/k0gH48Bdfg— PFT Commenter (@PFTCommenter) July 7, 2023 The fact that we don't have a camera on Brooks Koepka's face as this was going on was just an enormous content miss by the liv crew https://t.co/wzUYr4Q4yo— Shane Bacon (@shanebacon) July 7, 2023
LIV-mótaröðin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira