Lífið

Lýtalæknir selur glæsihöll á Arnarnesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin er staðsett á vinsælum stað á Arnarnesi í Garðabæ með fallegu sjávarútsýni.
Eignin er staðsett á vinsælum stað á Arnarnesi í Garðabæ með fallegu sjávarútsýni. Eignamiðlun

Lýtalæknirinn Ágúst Birgisson hefur sett glæsihöll sína við Haukanes 15 í Garðabæ til sölu. Um er að ræða tæplega 280 fermetra einbýlishús byggt árið 1973 staðsett á stærðarinnar hornlóð með sjávarútsýni.

Húsið er á tveimur hæðum með auka íbúð og þrjátíu fermetra bílskúr.

Á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin skiptist í fimm svefnberbergi, fjögur baðherbergi, eldhús, sjónvarpshol og þrjár stofur. 

Á efri hæð hússins er opið og bjart alrými með gluggum sem snúa í norður og suður með útsýni út á sjó. Eldhúsið er veglegt og sérhannað með hvítum innréttingum og stórri eyju. 

Borðstofan liggur þvert á eldhúsið samhliða gólfsíðum gluggum þar sem útgengt er á glæsilega verönd og vel hirtan garð í suður mót sól. 

Áætlað fasteignamat fyrir eignina á næsta ári eru tæpar 164 milljónir.

Húsið var byggt árið 1973 en var gert upp árin 2014 til 2016.Eignamiðlun
Eldhús er búið vönduðum eldhústækjum.Eignamiðlun
Opið er úr eldhúsi í borðstofu.Eignamiðlun
Sjávarútsýni er úr stofu.Eignamiðlun
Þrjú baðherbergi eru í húsinu.Eignamiðlun
Bleik lýsing er undir baðkarinu.Eignamiðlun
Hjónaherbergið er rúmgott með speglaskápum.Eignamiðlun
Garðurinn er stór og vel gróinn.Eignamiðlun
Svalir og verönd eru við húsið með heitum potti.Eignamiðlun
Stærðarinnar líkamsrækt er í bílskúrnum.Eignamiðlun

Ágúst er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í lýtalækningum við Læknastofur Akureyrar og í Læknahúsinu í Dómus Medica, Reykjavík. Auk þess opnaði hann einkaklíníkina Læknastofur Reykjavíkur í Efstaleiti í byrjun árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.