Fór í annað lið en allar hinar til að gera deildina skemmtilegri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 14:00 Saga Blöndal er hér komin í búning Skautafélags Reykjavíkur. SR/Bjarni Helgason Landsliðskonan Saga Blöndal hefur tekið skautana aftur fram og ætlar að spila íshokkí kvennaliði SR í vetur. Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga. Íshokkí Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga.
Íshokkí Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira