Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 06:46 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira