Limmósínukostnaður landstjóra í Íslandsferð talinn forkastanlegur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 10:47 Simon og Fraser eiginmaður hennar við lendinguna á Reykjavíkurflugvelli 12. október í fyrra. Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Kanadíski landstjórinn Mary Simon eyddi rúmum sjö milljónum í limmósínufyrirtæki í fjögurra daga ferð á Íslandi. Í heildina kostaði ferðin þrjátíu milljónir króna fyrir níu manns. Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt. Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt.
Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira