Dóttir þjálfarans með ellefu mörk í sigri íslensku stelpnanna á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 11:29 Lilja Ágústsdóttir var mjög öflug í sigrinum í dag. EHF/Marius Ionescu Stelpurnar í nítján ára landsliði kvenna í handbolta eru á sigurbrautinni á Evrópumótinu í Rúmeníu því þær fylgdu eftir sigri á Króatíu með því að vinna Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið vann sex marka sigur, 35-29, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 20-15. Með sigrinum tryggðu íslensku stelpurnar sér sæti í leiknum um þrettánda sæti á móti annað hvort Serbíu eða Króatíu. Í þeim leik er mikið undir því þrettánda sætið gefur farseðil á heimsmeistaramótið sumrið 2024. Íslensku stelpurnar náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleiknum en Norður-Makedónar náðu að laga aðeins stöðuna undir lokin. Dóttir landsliðsþjálfarans var langatkvæðamest í íslenska liðinu en Lilja Ágústsdóttir skoraði ellefu mörk úr sextán skotum en fimm marka hennar komu af vítalínunni. Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfa íslenska liðið. Elín Klara Þorkelsdóttir var einnig mjög öflug með sjö mörk úr níu skotum og Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði sex mörk úr átta skotum. Þá var Embla Steindórsdóttir með fjögur mörk úr sex skotum. Ethel Gyða Bjarnasen varði níu skot í markinu. Elín Klara var einnig skráð með þrjár stoðsendingar en íslenska liðið fékk ekki margar stoðsendingar skráðar á sig eða bara ellefu í öllum leiknum. Íslensku stelpurnar töpuðu fjórum fyrstu leikjum sínum á mótinu en brotnuðu ekki við það heldur hafa nú unnið tvo flotta sigra í röð með samtals fimmtán marka mun. Handbolti Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Íslenska liðið vann sex marka sigur, 35-29, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 20-15. Með sigrinum tryggðu íslensku stelpurnar sér sæti í leiknum um þrettánda sæti á móti annað hvort Serbíu eða Króatíu. Í þeim leik er mikið undir því þrettánda sætið gefur farseðil á heimsmeistaramótið sumrið 2024. Íslensku stelpurnar náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleiknum en Norður-Makedónar náðu að laga aðeins stöðuna undir lokin. Dóttir landsliðsþjálfarans var langatkvæðamest í íslenska liðinu en Lilja Ágústsdóttir skoraði ellefu mörk úr sextán skotum en fimm marka hennar komu af vítalínunni. Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfa íslenska liðið. Elín Klara Þorkelsdóttir var einnig mjög öflug með sjö mörk úr níu skotum og Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði sex mörk úr átta skotum. Þá var Embla Steindórsdóttir með fjögur mörk úr sex skotum. Ethel Gyða Bjarnasen varði níu skot í markinu. Elín Klara var einnig skráð með þrjár stoðsendingar en íslenska liðið fékk ekki margar stoðsendingar skráðar á sig eða bara ellefu í öllum leiknum. Íslensku stelpurnar töpuðu fjórum fyrstu leikjum sínum á mótinu en brotnuðu ekki við það heldur hafa nú unnið tvo flotta sigra í röð með samtals fimmtán marka mun.
Handbolti Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira