María Björk hélt sextugsafmæli með glæsibrag Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júlí 2023 16:49 María Björk hélt heljarinnar sextugsafmæli í gærkvöldi. María Björk Sverrisdóttir, söngkona og skólastjóri Söngskóla Maríu Bjarkar, fagnaði sextugsafmæli sínu í gær með glæsibrag og bauð til heljarinnar veislu í nágrenni Stykkishólms. Meðal gesta var einvalalið tónlistarfólks sem hélt stuðinu uppi fram eftir nóttu og tóku hvern slagarann á fætur öðrum. Þar má nefna Siggu Beinteins, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, Andreu Gylfadóttur, Selmu Björnsdóttur, Elísabetu Ormslev Stefaníu Svavarsdóttur, Ernu Hrönn Ólaf, Írisi Hólm og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur svo eitthvað sé nefnt. María Björk og Sigga Beinteins eru forsprakkar Söngvaborgar sem hefur slegið í gegn hjá yngstu kynslóðarinnar í áraraðir. Vinkonurnar skemmtu veislugestum og tóku sígildan smell Söngvarborgar, larílarilei, eins og þeim einum er lagið. Söngur og gleði við völd.Henriksen Fyrrum Eurovision fara Íslands.Henriksen Selma Björnsdóttir söng meðal annars Eurovisionlagið, All out of luck, fyrir veislugesti. Henrisken. Jóhanna Guðrún tók lagið.Heiða Ólafsdóttir. Falleg vinátta Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson var veislustjóri kvöldsins. Friðrik og María virðast eiga einstakt vinasamand til tuttugu ára. Hann skrifaði hjartnæma kveðju til vinkonu sinnar á samfélagsmiðlum þar sem kærleikurinn skein í gegn: „Elsku Mæja mín! Innilega til hamingju með afmælið í dag. Þú ert gangandi listaverk en skrattanum þrjóskari. Hvað sem því líður þá höfum við átt helvíti skemmtilegar stundir frá því við kynntumst fyrir um 20 árum síðan. Núna styttist í að við förum á eftirlaun (ég tala um okkur sem jafnaldra bara til að þér líði betur) og þá getum við ferðast ennþá meira, drukkið meira, lagt okkur og gert allskonar. Hlakka til. Elska þig. Kveðja, Friðrik.“ Regína Ósk. Sveitaballastemmning Helga Braga Jónsdóttir, leikkona hélt ræðu í veislunni sem sló í gegn miðað við myndskeið þar sem gestir veltust um af hlátri. Veislan bauð upp á sannkallaða sveitaballastemmningu með veigar frá Eriksson brasserie. Helga Braga sló í gegn með ræðu sinni.Friðrik Ómar. Íris Hólm, Jogvan Hansen, Heiða Ólafs og Svenni.Heiða Ólafsdóttir. Gjafapokar fyrir gesti.Friðrik Ómar. Jón Friðrik og Friðrik Ómar.Jón Friðrik. Sérmerktar krukkur fyrir veisluna af Eriksson Brasserie.Heiða Ólafsdóttir. Tímamót Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Meðal gesta var einvalalið tónlistarfólks sem hélt stuðinu uppi fram eftir nóttu og tóku hvern slagarann á fætur öðrum. Þar má nefna Siggu Beinteins, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, Andreu Gylfadóttur, Selmu Björnsdóttur, Elísabetu Ormslev Stefaníu Svavarsdóttur, Ernu Hrönn Ólaf, Írisi Hólm og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur svo eitthvað sé nefnt. María Björk og Sigga Beinteins eru forsprakkar Söngvaborgar sem hefur slegið í gegn hjá yngstu kynslóðarinnar í áraraðir. Vinkonurnar skemmtu veislugestum og tóku sígildan smell Söngvarborgar, larílarilei, eins og þeim einum er lagið. Söngur og gleði við völd.Henriksen Fyrrum Eurovision fara Íslands.Henriksen Selma Björnsdóttir söng meðal annars Eurovisionlagið, All out of luck, fyrir veislugesti. Henrisken. Jóhanna Guðrún tók lagið.Heiða Ólafsdóttir. Falleg vinátta Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson var veislustjóri kvöldsins. Friðrik og María virðast eiga einstakt vinasamand til tuttugu ára. Hann skrifaði hjartnæma kveðju til vinkonu sinnar á samfélagsmiðlum þar sem kærleikurinn skein í gegn: „Elsku Mæja mín! Innilega til hamingju með afmælið í dag. Þú ert gangandi listaverk en skrattanum þrjóskari. Hvað sem því líður þá höfum við átt helvíti skemmtilegar stundir frá því við kynntumst fyrir um 20 árum síðan. Núna styttist í að við förum á eftirlaun (ég tala um okkur sem jafnaldra bara til að þér líði betur) og þá getum við ferðast ennþá meira, drukkið meira, lagt okkur og gert allskonar. Hlakka til. Elska þig. Kveðja, Friðrik.“ Regína Ósk. Sveitaballastemmning Helga Braga Jónsdóttir, leikkona hélt ræðu í veislunni sem sló í gegn miðað við myndskeið þar sem gestir veltust um af hlátri. Veislan bauð upp á sannkallaða sveitaballastemmningu með veigar frá Eriksson brasserie. Helga Braga sló í gegn með ræðu sinni.Friðrik Ómar. Íris Hólm, Jogvan Hansen, Heiða Ólafs og Svenni.Heiða Ólafsdóttir. Gjafapokar fyrir gesti.Friðrik Ómar. Jón Friðrik og Friðrik Ómar.Jón Friðrik. Sérmerktar krukkur fyrir veisluna af Eriksson Brasserie.Heiða Ólafsdóttir.
Tímamót Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira