Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júlí 2023 12:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segist þurfa svör við spurningum um Lindarhvolsmálið. Vísir/Ívar Fannar Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn. Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02
Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09