Elmar Kári Enesson Cogic kom Mosfellingum yfir gegn Þór með marki á 28. mínútu áður en Aron Ingi Magnússon jafnaði metin fyrir heimamenn fimm mínútum síðar.
Oliver Bjerrum Jensen skoraði þó annað mark fyrir Aftureldingu stuttu síðar og sá til þess að gestirnir gfóru með forystuinn í hálfleikhléið.
Það var svo Arnór Gauti Ragnarsson sem gulltryggði 3-1 sigur Aftureldingar með marki á 79. mínútu og Mosfellingar eru því enn taplausir á toppi Lenfjudeildarinnar með 32 stig eftir 12 leiki.
Þá gerðu Þróttur og Fjölnir 2-2 jafntefli þar sem Reynir Haraldsson og Dagur Ingi Axelsson sáu um markaskorun Fjölnis í fyrri hálfleik áður en Aron Snær Ingason og Hinrik Harðarson jöfnuðu metin fyrir heimamenn í síðari hálfleik.