Tík bjargað úr klettum Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2023 12:40 Tíkin Mýsla er komin aftur til eiganda síns. Landsbjörg Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún. „Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega. Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
„Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega.
Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira