Tík bjargað úr klettum Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2023 12:40 Tíkin Mýsla er komin aftur til eiganda síns. Landsbjörg Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún. „Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega. Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
„Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega.
Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira