Kjartan Henry: Er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá Andri Már Eggertsson skrifar 18. júlí 2023 22:40 Kjartan Henry í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var svekktur eftir 1-0 tap gegn KR. Kjartan Henry svaraði fyrir það hvers vegna hann tók ekki við viðurkenningu frá KR fyrir leik. „Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik. KR FH Besta deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sjá meira
„Það var frekar súrt að tapa þessu. Mér fannst við spila fínan leik en nýttum ekki færin okkar og þá refsa þeir enda hafa þeir unnið þá nokkra 1-0,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason eftir leik. Leikurinn var markalaus í tæplega 90 mínútur og Kjartani fannst FH vera betri aðilinn næstum því allan leikinn. „Mér fannst við vera ofan á. Næstum því allan leikinn en fótboltinn snýst um það að skora mörk og við náðum ekki að setja boltann inn fyrir línuna. Við klúðruðum vítaspyrnu sem getur gerst og hann [Simen Lillevik Kjellevold] varði það vel. Það var súrt að tapa í leik sem við hefðum getað nýtt færin okkar betur.“ En var erfitt fyrir Kjartan Henry að vera farinn af velli þegar FH fékk vítaspyrnu. „Já já, en ég treysti Úlfi þar sem hann var búinn að skora úr þeim nokkrum í sumar en þetta getur gerst og kemur fyrir alla.“ KR hafði skipulagt fyrir leik að heiðra Kjartan Henry Finnbogason, fyrrum leikmann KR, en rétt fyrir leik kom Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í blaðamannastúkuna og tilkynnti vallarþuli að búið væri að hætta við. „Ég var að koma hérna inn fimm mínútum fyrir leik úr upphitun og var að einbeita mér að leiknum. Þá var ég gripinn og sagt að ég væri að fá einhverja viðurkenningu eða skjöld. Ég sagði nei takk ég væri að einbeita mér að leiknum. Ég bý á Meistaravöllum og þau geta sent mér hana ef þau vilja. Ég er ekki að standa í neinu PR-stunti fyrir þá. „Þetta var ekkert stórmál. Ef þeir vilja heiðra mig þá geta þeir gert það seinna,“ sagði Kjartan Henry og bætti við að hann hafði ekkert pælt í því að þetta myndi koma upp fyrir leik.
KR FH Besta deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sjá meira