Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 09:01 Anton tekur nú þátt í undirbúningi fyrir tónleikaferð hljómsveitanna um Bandaríkin. Anton Kröyer Antonsson Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“ Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“
Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira