Slagsmál á Gothia Cup annan daginn í röð og nú voru foreldrar með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 08:00 Gothia Cup í Gautaborg á að snúast um fótbolta og gleði en er að færa heiminum alltaf mikið af leiðinlegum fréttum síðustu daga. Hér fagna ungir drengir sigri á mótinu fyrir nokkrum árum en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Julia Reinhart Kalla þurfti á lögreglu annan daginn í röð eftir að slagsmál brutust út á barna- og unglingamótinu Gothia Cup í Svíþjóð. Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023 Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023
Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31