Framkvæmdagleðin í fyrirrúmi hjá Brynju Dan Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. júlí 2023 15:13 Brynja Dan Gunnarsdóttir Aldís Pálsdóttir Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, og kærastinn Jóhann Sveinbjörnsson hafa staðið í framkvæmdum síðastliðnar vikur á fallegu parhúsi í Garðabæ. Brynja hefur deilt myndum af ferlinu með áhugasömum fylgjendum á samfélagsmiðlum. Töluverðar breytingar hafa orðið á eigninni þar sem parið ákvað að skipta um eldhúsinnréttingu og gólfefni. Skandinavísk hönnun heillar „Mér finnst eldhúsið alltaf hjartað í heimilinu. Þar hittast allir eftir daginn og eiga stund saman. Ég vildi þess vegna fá risa stóra eyju sem rúmar alla og fleiri til,“ segir Brynja og lýsir sjálfri sér sem eldhús hangsara: „Mér líður best þar.“ „Þegar ég fæ stelpurnar yfir endum við alltaf inní eldhúsi að kjafta, þó það sé nóg pláss annars staðar. Mönsið er reyndar þarna og liggur því beinast við að halda sig á því svæði,“ segir hún og hlær. Að sögn Brynju eru þau að bíða eftir draumaeldhúsinu. „Við erum að bíða eftir eldhúsinu sem er frá HTH. Svansvottað og beige litað. Eyjan mun verða mjög stór með stein niður báðar hliðar. Ég vildi eitthvað vandað sem eldist vel og mun lifa lengi,“ segir Brynja sem heillast af skandínavískri hönnun. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá myndir fyrir breytingar. Myndir úr húsinu eftir breytingar: Andyrið eftir breytingar.Brynja Dan Parið skipti aðeins um gólfflísar á baðherberginu sem breytti heildarmyndinni.Brynja Dan Eftir breytingar.Brynja Dan Notaleg íslensk sumar stemmning „Við gerðum pallinn huggulegan fyrir sumarið en draumurinn er að setja pergólu, ljósaseríu og kaupa okkur pizzaofn til að gera þetta extra næs,“ segir Brynja og heldur áfram: „Við erum búin að nota garðinn mikið síðustu daga þar sem veðrið er búið að vera ansi ljúft en líka í þessum íslensku aðstæðum. Allir með nóg í glösunum svo þau fjúki ekki og tissjúið neglt niður við borðið með einhverju þungu og allir með teppi eða sultardropa en ég meina hvað er ekki að elska við íslenska sumarið,“ segir Brynja og hlær. Brynja hefur nostrað við bakgarðinn fyrir sumarið.Brynja Dan Brynja Dan View this post on Instagram A post shared by B R Y N J A D A N (@brynjadan) Parið opinberaði samband sitt í september í fyrra þegar þau birtu myndir af sér saman í rómantískri ferð í Barcelona. Samtals eiga þau þrjá unglings drengi sem hafa komið sér vel fyrir á heimilinu. Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira
Brynja hefur deilt myndum af ferlinu með áhugasömum fylgjendum á samfélagsmiðlum. Töluverðar breytingar hafa orðið á eigninni þar sem parið ákvað að skipta um eldhúsinnréttingu og gólfefni. Skandinavísk hönnun heillar „Mér finnst eldhúsið alltaf hjartað í heimilinu. Þar hittast allir eftir daginn og eiga stund saman. Ég vildi þess vegna fá risa stóra eyju sem rúmar alla og fleiri til,“ segir Brynja og lýsir sjálfri sér sem eldhús hangsara: „Mér líður best þar.“ „Þegar ég fæ stelpurnar yfir endum við alltaf inní eldhúsi að kjafta, þó það sé nóg pláss annars staðar. Mönsið er reyndar þarna og liggur því beinast við að halda sig á því svæði,“ segir hún og hlær. Að sögn Brynju eru þau að bíða eftir draumaeldhúsinu. „Við erum að bíða eftir eldhúsinu sem er frá HTH. Svansvottað og beige litað. Eyjan mun verða mjög stór með stein niður báðar hliðar. Ég vildi eitthvað vandað sem eldist vel og mun lifa lengi,“ segir Brynja sem heillast af skandínavískri hönnun. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá myndir fyrir breytingar. Myndir úr húsinu eftir breytingar: Andyrið eftir breytingar.Brynja Dan Parið skipti aðeins um gólfflísar á baðherberginu sem breytti heildarmyndinni.Brynja Dan Eftir breytingar.Brynja Dan Notaleg íslensk sumar stemmning „Við gerðum pallinn huggulegan fyrir sumarið en draumurinn er að setja pergólu, ljósaseríu og kaupa okkur pizzaofn til að gera þetta extra næs,“ segir Brynja og heldur áfram: „Við erum búin að nota garðinn mikið síðustu daga þar sem veðrið er búið að vera ansi ljúft en líka í þessum íslensku aðstæðum. Allir með nóg í glösunum svo þau fjúki ekki og tissjúið neglt niður við borðið með einhverju þungu og allir með teppi eða sultardropa en ég meina hvað er ekki að elska við íslenska sumarið,“ segir Brynja og hlær. Brynja hefur nostrað við bakgarðinn fyrir sumarið.Brynja Dan Brynja Dan View this post on Instagram A post shared by B R Y N J A D A N (@brynjadan) Parið opinberaði samband sitt í september í fyrra þegar þau birtu myndir af sér saman í rómantískri ferð í Barcelona. Samtals eiga þau þrjá unglings drengi sem hafa komið sér vel fyrir á heimilinu.
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira