Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. júlí 2023 09:01 Klessubílarnir í Hveragerði nutu mikilla vinsælda. Brunamálastofnun ríkisins „Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“ Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins
Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira